Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti 5. ágúst, frú Ivy Dumont, landsstjóra Bahamaeyja, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands á Bahamaeyjum með aðsetur í New York.

Bahamaeyjar eru í Karíbahafi, alls 700 talsins, suðaustur af Flórída og norðaustur af Kúbu. Íbúafjöldi er hinn sami og á Íslandi, rétt innan við 300 þúsund manns, sem búa á 30 eyjum. Bahamaeyjar öðluðust sjálfstæði fyrir liðlega 30 árum en eru í konungssambandi við Bretland og eru í breska samveldinu. Elísabet Englandsdrottning er þjóðhöfðingi landsins. Æðsti stjórnandi þess er landsstjórinn, Dame Ivy Dumont.

Ísland og Bahamaeyjar hafa átt gott samstarf á alþjóðasviði, einkum hvað varðar umhverfismál og hafréttarmál. Af hálfu Bahamaeyja er áhugi á nánara samstarfi á sviði sjávarútvegsmála. Ferðaþjónusta er mikilvægasta atvinnugrein landsmanna, en alþjóðleg bankaþjónusta hefur auk þess verið mikilvæg tekjulind um langa hríð.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta