Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2004 Matvælaráðuneytið

Samkomulag um verðmæti flutningsvirkja sem mynda Landsnet hf.

Nr. 16/2004

 

Samkomulag um verðmæti flutningsvirkja sem mynda Landsnet hf.

Nýtt hlutafélag, Landsnet, skal frá og með 1. janúar nk., annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt nýjum raforkulögum. Hlutafélagið hefur verið stofnað og undirbúningsstjórn skipuð.

Í bráðabirgðaákvæði raforkulaga er kveðið á um að eigendur þeirra flutningsvirkja sem mynda flutningskerfið skuli koma sér saman um mat á verðmæti þeirra. Eigendur hafa nú komið sér saman um verðmæti flutningsvirkjanna og skrifað undir samkomulag þar að lútandi. Samningsverðið er um 27 milljarðar króna og skiptist þannig á þau fimm raforkufyrirtæki sem eiga flutningsvirki sem verða hluti af Landsneti hf.:

 

Landsvirkjun, verð í m.kr:  22.155  - hutfall: 82,0%

Rafmagnsveitur ríkisins, verð í m.kr.:  2.467 - hlutfall:  9,1%

Orkuveita Reykjavíkur , verð í m.kr.: 1.323 - hlutfall:  4,9%

Hitaveita Suðurnesja, verð í m.kr.:  749 - hlutfall:  2,8%

Orkubú Vestfjarða, verð í m.kr.: 341 - hlutfall:  1,2%

Samtals:  27.035 m kr. - hlutfall:  100%

 

Í samninganefndinni sátu Karl Axelsson, formaður, Benedikt Árnason og Reynir Vignir, f.h. ríkisins, Hjörleifur Kvaran og Sigurður Snævarr f.h. Reykjavíkurborgar, Dan Brynjarsson f.h. Akureyrarbæjar og Friðrik Friðriksson f.h. eigenda Hitaveitu Suðurnesja.

Iðnaðarráðherra gaf út yfirlýsingu í tengslum við samkomulagið um að val á afhendingarstöðum raforku frá flutningskerfi til dreifikerfa, sem taldir eru upp í viðauka með raforkulögum, verði yfirfarið. Sérstaklega verði kannað hvort samræmis sé gætt, einkum er varðar afhendingu raforku úr flutningskerfi að helstu þéttbýlisstöðum landsins. Verði talið nauðsynlegt að breyta afhendingarstöðum mun ráðherra leggja fram frumvarp þar að lútandi eigi síðar en á árinu 2006.

Reykjavík, 10. ágúst 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta