Geðrækt fær alþjóðlega viðurkenningu
Verkefnið Geðrækt hlaut 11. ágúst síðastliðinn sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndarverkefni á sviði geðræktar. Geðrækt er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, geðsviðs Landspítala–háskólasjúkrahúss og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Viðurkenningin verður veitt á alþjóðlegri ráðstefnu um geðrækt í Auckland á Nýja Sjálandi þar sem kynnt verða 35 geðræktarverkefni hvaðanæva að úr heiminum. Verkefnin voru valin úr hópi 60 verkefna. Þar af voru 5 verkefni útnefnd sérstaklega og var Geðrækt þeirra á meðal og hlaut jafnframt hæstu einkunn fyrir framkvæmd og hugmyndafræði. Frá þessu er sagt í fréttatilkynningu á heimasíðu landlæknisembættisins.
Nánar...