Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytis

Umsóknarfrestur rann út 10. ágúst sl. og sóttu eftirtaldir um embættið:

 

  • Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, búsett í Reykjavík
  • Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, búsettur í Reykjavík
  • Helga Jónsdóttir, borgarritari, búsett í Kópavogi
  • Hermann Sæmundsson, settur ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, búsettur í Reykjavík
  • Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkur, búsett í Reykjavík
  • Ragnhildur Arnljótsdóttir, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel, búsett í Brussel
  • Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, búsettur í Reykjavík 

 

Í auglýsingu var gert ráð fyrir að skipað yrði í embættið til fimm ára frá og með 1. september 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta