Ráðherrafundur matvælaráðherra Norðurlandanna á Akureyri 13. ágúst 2004
FRÉTTATILKYNNING FRÁ SUMARFUNDI MATVÆLARÁÐHERRA NORÐURLANDA,
haldinn á Akureyri 13. ágúst 2004.
Norræn samstaða veitir lífsgæði og lífsfyllingu
Þegar ráðherrar sjávarútvegs-, landbúnaðar-, skógræktar- og matvælamála á Norðurlöndum funduðu í dag á Akureyri urðu menn á eitt sáttir um allnokkur mál sem verða mikilvæg í norrænni áætlun um sjálfbæra þróun sem tekin verður til meðferðar á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1.-3. nóvember n.k.
Ráðherranefndin ákvað að leggja sérstaka áherslu á að hrinda af stað norrænu samstarfi um matvælarannsóknir sem byggi á því samstarfi sem þegar er fyrir hendi á þessu sviði.
Ráðherranefndin ákvað einnig að auka áhersluna á tveim tilteknum sviðum: rannsóknir í skógræktar- og matvælamálum sem eiga síðar meir að vera fyrirmyndir í áframhaldandi þróun rannsóknarstarfsemi ráðherranefndarinnar.
Ráðherrarnir samþykktu nýja stefnu í því skyni að varðveita norræna erfðaefnasafnið.Nú verður stefnan umfangsmeiri þannig að hún nær einnig til fiska og fiskeldis auk erfðaefnis úr landbúnaði og skógrækt.
Ráðherranefndin leggur mikla áherslu á þróun sjávarútvegs þannig að tryggð verði hámarksnýting auðlinda jafnframt því sem veiðar yrðu stundaðar á sjálfbæran hátt. Sérstök athygli beindist að brottkasti, hér vilja sjávarútvegsráðherrarnir sjá sem mesta takmörkun brottkasts. Sjávarútvegssamtökin á Norðurlöndunum vinna einnig að því að koma á fót vörumerki sjálfbærra fiskveiða. Sjávarútvegsráðherrarnir studdu þetta framtak.
Á fundinum voru samþykkt ný norræn tilmæli í manneldismálum. Ráðherrarnir ræddu einnig hið sívaxandi offituvandamál, ekki síst meðal barna og unglinga. Ákveðið var að hefja vinnu sem lýtur að því að móta norræna framkvæmdaáætlun um betri heilsu og lífsgæði fyrir tilstilli matar og hreyfingar - niðurstöður verða kynntar vorið 2005.
Hvað varðar landbúnað og þróun hans lögðu ráðherrarnir áherslu á mikilvægi viðfeðmara norræns samstarfs hvað varðar nýtt hlutverk landbúnaðarins einkum þegar haft er í huga menningarlandslagið. Ráðherrarnir voru sammála um að Norðurlöndin eiga að beina athyglinni meira að hirðingu, varðveislu og þróun mikilvægs akuryrkjulandslags og að landbúnaðurinn eigi að vera uppspretta ímyndar, hvíldar og búsetu fyrir breiðari hóp í samfélaginu. Landbúnaðurinn á einnig að vera möguleiki fyrir nýja þjónustu og starfsemi bæði innan og utan landbúnaðarins.
Ráðherrarnir lögðu einnig áherslu á mikilvægi skógarins fyrir umhverfi, menningu og efnahagslega þróun á Norðurlöndunum. Ráðherrarnir samþykktu að efla norrænt samstarf að því er lýtur að framtíðarmöguleikum skógræktar, og vænta þess að haldin verði skógræktarráðstefna með þátttöku ráðherra um framtíð trjá- og skógræktar undir formennsku Dana á árinu 2005.
Samþykkt matvælaráðherra Norðurlanda um sjávarútveg.
AKUREYRI-deklarationen om bæredygtigt fiskeri
Undertegnede Danmarks, Finlands, Færøernes, Grønlands, Norges, Sveriges, Ålandsøernes og Islands fiskeriministre har på Ministermødet den 13. august 2004 drøftet udfordringerne omkring udsmid af fisk samt certificering og mærkning af bæredygtige fiskerier.
Udsmid af fisk
Vi ønsker, at en optimal udnyttelse af ressourcerne samtidig med at fiskeriet udøves på en bæredygtig måde. Forholdene indenfor fiskeriet kan imidlertid føre til, at fiskerne ser sig nødsaget til udsmid af fisk på grund af fangstens sammensætning, fiskerireguleringen, rettigheder og markedsregulering, selv om det er en uønsket foranstaltning
Vi er enige om, er det vigtigt at begrænse og forebygge udsmid af fisk, som forekommer i Nordens fiskerier.
Med henblik på at nå begrænsning i og forebyggelse af udsmid af fisk • • • • •
erkender vi, at tekniske foranstaltninger spiller en afgørende rolle i begrænsningen af bifangst af unge fisk og ikke-målarter,
er vi enige i, at begrænsning og forebyggelse af udsmid er et vigtigt skridt i retning af et bæredygtigt fiskeri, og at en samlet og sammenhængende løsning må indebære en passende kombination af tekniske foranstaltninger og fiskeriregulering, der tager sigte på at begrænse udsmid; understreger vi behovet for udvikling af selektive redskaber for mest muligt at begrænse fangst af ikke-målarter.
understreger vi behovet for støtte fra alle involverede parter og nødvendigheden af et tættere samarbejde mellem forvaltere, forskere og erhvervets interessenter;
erkender vi forskellen i Nordens nationale fiskeriforvaltning og opfordrer til, at det enkelte nordiske land arbejder for at begrænse udsmid af fisk – og hvis muligt i samarbejde med andre nordiske lande og lande udenfor Norden
Certificering og mærkning af bæredygtigt fiskeri
Vi hilser med glæde den voksende bevidsthed blandt almenheden om certificering og mærkning af bæredygtigt fiskeri og at denne kan imødekommes i form af relevant mærkning af fisk hidrørende fra bæredygtige fiskerier
Vi konstaterer, at der i regi af FAO arbejdes intenst med at fastsætte globale retningslinjer med hensyn til kriterier til bæredygtigt fiskeri, samt de nødvendige akkrediterings- og certificeringsordninger der skal administrere disse krav.
Vi anerkender det arbejde som den nordiske Mærkegruppe har lagt i mærkningsprocessen i FAO og er enige om at slutte op om gruppens fortsatte arbejde med mærkning af bæredygtige fiskerier.
Vi konstaterer med tilfredshed, at nordatlantiske fiskeriorganisationer arbejder med at etablere et mærke for bæredygtigt fiskeri, som er baseret på FAO’s retningslinjer.