Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr upplýsingavefur um umhverfismál

Umhverfisstofnun Evrópu hefur opnað vef með upplýsingum um umhverfismál á íslensku.

Vefur Umhverfisstofnunar Evrópu er nú til á öllum tungumálum aðildarlanda stofnunarinnar. Ísland er aðili að stofnuninni, en hlutverk hennar er að veita áreiðanlegar upplýsingar um umhverfismál í Evrópu. Stofnunin þjónar bæði almenningi og öllum þeim aðilum er vinna að því að móta og framfylgja umhverfisstefnu innan Evrópusambandsins og í einstökum löndum álfunnar. Þessar upplýsingar hjálpa ríkjum Evrópu að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig hægt er að hlúa að umhverfinu, koma að umhverfissjónarmiðum við stefnumótun í efnahagsmálum og stefna að sjálfbærri þróun. Á vef Umhverfisstofnunar Evrópu er meðal annars að finna útdrætti úr helstu skýrslum, stutt yfirlit um ástand umhverfismála, tilkynningar til fjölmiðla og upplýsingar um ýmis málefni stofnunarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta