Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2004 Utanríkisráðuneytið

Sendiherra ávarpar öryggisráð SÞ

Við umræður um skýrslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Afganistan í öryggisráðinu í dag, miðvikudag, ávarpaði Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, ráðið.

Hann lýsti áhyggjum íslenskra stjórnvalda af árásum á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana og harmaði það ef draga þyrfti úr hjálparstarfi af þeim sökum.

Hann fjallaði um mikilvægi friðargæslu NATO í landinu og þátt Íslands í því starfi með því að annast stjórn og rekstur Kabúl-flugvallar. Hann sagði að íslensk stjórnvöld væru staðföst í stuðningi sínum við hlutverk NATO við að koma á friði í landinu.

Sendiherrann fjallaði um helstu tálmanir í vegi fyrir því að komið yrði á öruggu og friðsælu samfélagi í landinu; starfsemi trúaröfgamanna Talíbana, hryðjuverkasveita Al-kaída og vaxandi ópíumrækt og eiturlyfjadreifingu. Hinu síðastnefnda þyrfti að bregðast við með því að gera bændum kleyft að hefja arðbæran búskap og vígamönnum að leggja niður vopn og snúa til betra lífs.

Hann fagnaði áhuga Afgana á komandi kosningum og þeirri staðreynd að nú þegar væru yfir 10 milljónir manna búnir að skrá sig á kjörskrá, - og að af þeim væru liðlega 40% konur.

Ávarp sendiherra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta