Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2004 Matvælaráðuneytið

Nr. 6/2004 - Skipan í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands

Ágúst lauk doktorsprófi í búfjárerfðafræði við sænska landbúnaðarháskólann árið 1996 og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í doktorsnámi frá konunglegu sænsku akademíunni. Áður hafði hann útskrifast sem búfræðingur frá Bændaskólanum að Hvanneyri árið 1983, lokið raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla Íslands árið 1986 og hlotið B.Sc. gráðu frá búvísindadeild Hvanneyrar árið 1989.

Frá árinu 1996 hefur hann starfað sem ráðunautur í erfða- og kynbótafræði hjá Bændasamtökum Íslands og sem landsráðunautur í hrossarækt frá ársbyrjun 1999. Sem slíkur hefur hann verið leiðandi á sviði hrossaræktar og hestamennsku hér á landi og starfað sem kynbótadómari og fyrirlesari í aðildarlöndum Alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta. Þá hefur hann stýrt ýmsum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum, m.a. varðandi ræktun íslensku kýrinnar.  Ágúst er kvæntur Unni Óskarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

 Umsækjendur um stöðuna voru 14 og voru þeir allir taldir uppfylla lágmarksskilyrði laga um hæfni.

  

Landbúnaðarráðuneytið

26. ágúst 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum