Styrkir vegna stuðnings við dönskukennslu
Samkvæmt samningi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi leggur menntamálaráðuneyti Íslands árlega fram fjármagn til verkefna á eftirfarandi sviðum, sbr. 4. gr. samningsins:
1. Endurmenntunarnámskeiða fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum
2. Námsefnisgerðar í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla
3. Rannsókna og þróunar á sviði náms og kennslu í dönsku sem erlends tungumáls
4. Vitundarvakningar um mikilvægi dönskukunnáttu.
Hér með er auglýst að nýju eftir umsóknum um styrki, sbr. einnig auglýsingu menntamálaráðuneytins dags. 13. febrúar 2004, en við úthlutun styrkja í tengslum við þá auglýsingu var ekki ráðstafað öllu því fé sem kveðið er á um í samningnum.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu í síðasta lagi 24. september nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og sem jafnframt er að finna á vef ráðuneytisins. Slóðin er menntamalaraduneyti.is. Á vefnum er einnig að finna fyrrnefndan samning menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur. Nánari upplýsingar veitir María Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sími 545 9500, netfang: [email protected].
Menntamálaráðuneytið, 13. febrúar 2004