Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2004 Matvælaráðuneytið

Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins.

Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins

Ísland er í formennsku fyrir norrænt samstarf í ráðherra- og embættismannanefndum árið 2004. Því tengt hefur verið skipulagt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins

Til umfjöllunar verða m.a. útfærslur hinna norðurlandanna á svo nefndu "standard budsjett" eða neyslustöðlum, en enginn sambærilegur staðall er til á Íslandi. Fjallað verður um reynslu og notkun neyslustaðla meðal hinna norrænu ríkjanna. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar um skuldsettan lífsstíl ungs fólks verða kynntar á málþinginu. Fyrirlesarar verða frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð.

Málþingið verður haldið á Grand Hótel dagana 30 - 31. ágúst nk. og er öllum opið meðan að húsrúm leyfir.

 

Dagskrá málþingsins  (pdf-skjal)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta