Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mat á kostnaðaráhrifum

Nýlega tók gildi nýtt samkomulag um mat á kostnaðaráhrifum lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla fyrir sveitarfélög.

Félagsmálaráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra og framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýlega samkomulag um kostnaðarmat lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem hafa í för með sér kostnaðaráhrif fyrir sveitarfélögin. Um er að ræða endurnýjun á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 4. desember 2002 um reynsluverkefni um kostnaðarmat lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla gagnvart sveitarfélögum en sú breyting er nú orðin að menntamálaráðuneytið hefur bæst í hóp þátttakenda.

Samkvæmt samkomulaginu verða stjórnarfrumvörp og reglugerðardrög sem undirbúin eru í félagsmálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti og einvörðungu eða að verulegu leyti hafa bein áhrif á sveitarfélögin kostnaðarmetin með tilliti til heildaráhrifa á fjárhag sveitarfélaga.

Samkomulagið gildir frá og með 1. júlí 2004 til 30. júní 2006.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta