Hoppa yfir valmynd
3. september 2004 Forsætisráðuneytið

Opnun Gljúfrasteins - húss skáldsins

Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins

Á morgun, laugardaginn 4. september, mun Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt frú Auði Laxness opna formlega Gljúfrastein - hús skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Athöfnin hefst kl. 14.00 á ávarpi Þórarins Eldjárns formanns stjórnar Gljúfrasteins. Að því loknu mun Auður Laxness segja fáein orð og Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hljómskálakvintettinn flytja eitt lag. Því næst mun forsætisráðherra Davíð Oddsson ásamt frú Auði Laxness ganga að dyrum Gljúfrasteins og opna safnið formlega. Að þeirri athöfn lokinni mun Halldóra Lena Christians yngsta barnabarn Halldórs og Auðar Laxness opna margmiðlunarsýningu í móttökuhúsi og Matthías Johannessen skáld opnar nýjan vef safnsins á slóðinni www.gljufrasteinn.is.

Í gær, fimmtudaginn 2. september, undirrituðu Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar samning varðandi starfssemina á Gljúfrasteini. Samningurinn byggir á yfirlýsingu um samráð um málefni fræðaseturs Halldórs Laxness í Mosfellsbæ og safns Halldórs Laxness á Gljúfrasteini, dags. 21. apríl 2002. Samningurinn vísar einnig í rekstrarforsögn sem stjórn Gljúfrasteins hefur samþykkt þar sem greinir frá framtíðarsýn safnsins og uppbyggingu þess.

Í Reykjavík, 3. september 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta