Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands tekur til starfa á Ísafirði
Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands tekur til starfa á Ísafirði á næstu vikum og verður það til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði. Setrið er stofnað að frumkvæði umhverfisráðuneytisins og í samvinnu við bæjaryfirvöld á Ísafirði, með sérstakri fjárveitingu frá Alþingi. Harpa Grímsdóttir M.Sc. jarðafræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður snjóflóðasetursins og tekur hún til starfa innan tíðar.
Helstu verkefnis nýja snjóflóðasetursins verður gerð hættumats fyrir öll skíðasvæði landsins auk þess sem vöktun á ofanflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum verður hluti af starfsemi setursins. Þá er gert ráð fyrir að á setrinu verði unnið að ýmsum rannsóknum og vísindalegum athugunum á snjó og snjóflóðum. Gert er ráð að tveir starfsmenn starfi á setrinu í upphafi.
Fréttatilkynning nr. 32/2004
Umhverfisráðuneytið