Stofnun stjórnmálasambands
Þann 2. september sl. undirrituðu þeir Hjálmar W. Hannesson og Alounkèo Kittikhoun, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Laos hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Alounkèo Kittikhoun hefur verið fastafulltrúi Laos hjá SÞ í rúman áratug og hefur gegnt trúnaðarstörfum á vegum samtakanna. Hann er nú formaður hóps landluktra þróunarríkja, sem eru 31 talsins.
Stofnun stjórnmálasambands við öll ríki heims er liður í ákvörðun stjórnvalda um styrkja alþjóðasamstarf. Slíkt er í þágu íslenskra viðskiptahagsmuna um heim allan, auk þess sem utanríkisþjónustan starfar með fulltrúum allra ríkja að framgangi ýmissa íslenskra hagsmunamála.
Laos er landlukt ríki, milli Tælands og Víetnam. Íbúar þess eru um sex milljónir. Þar hefur í meira en aldarfjórðung ríkt sósíalískt stjórn- og hagkerfi, en umbætur hafa átt sér stað og opnað hefur verið fyrir erlendar fjárfestingar í landinu.