Afhending trúnaðarbréfs
Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti þann 27. ágúst 2004 hr. Álvaro Uribe Vélez, forseta Kólumbíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kólumbíu með aðsetur í Ottawa. Viðstaddir við athöfnina voru einnig fr. Carolina Barco Isakson, utanríkisráðherra.
Sendiherra gekk á fund Camilo Reyes, varautanríkisráðherra Kólumbíu, 26. ágúst 2004. Á fundinum var rætt almennt um hin góðu samskipti milli Íslands og Kólumbíu og um leiðir til að efla samstarf landanna, einkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Camilo Reyes, varautanríkisráðherra, var kunnugt um samkomulag milli Íslands og Kólumbíu þess efnis að Kólumbía muni styðja framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ árin 2009-2010 gegn stuðningi Íslands við framboð Kólumbíu til ECOSOC.
Hjálagt fylgja í viðhengi yfirlitsskýrsla um Kólumbíu (38 Kb) og æviatriðaskrár Uribes forseta (28 Kb) og Barcos utanríkisráðherra (119 Kb).