Laus staða verkefnisstjóra
Staða verkefnisstjóra á skrifstofu heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er laus til umsóknar.
Verkefnin eru m.a. á sviði endurhæfingar og þess hluta málefna fatlaðra sem falla undir heilbrigðisráðuneytið. Í starfinu felst almenn stjórnsýsla, eftirlit og þátttaka í stefnumótun í málaflokknum undir stjórn skrifstofustjóra.
Umsækjandi skal hafa háskólamenntun á sviði heilbrigðisþjónustu og reynsla af stjórnun og/eða stjórnsýslu er nauðsynleg.
Verkefnastjórinn þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Ráðið er í stöðuna til átján mánaða til að byrja með.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Vegmúla 3, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. september nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Allar frekari upplýsingar um stöðuna veita Ragnheiður Haraldsdóttir og Sveinn Magnússon, skrifstofustjórar, í síma 545-8700.