Hoppa yfir valmynd
6. september 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leitin að þjóðarblóminu

Ágæti skólastjóri
Eins og þér er væntanlega kunnugt átti ég þátt í því með nokkrum öðrum ráðherrum að hleypa af stokkunum verkefninu ,,leitin að þjóðarblóminu” s.l. vor.

Ágæti skólastjóri

Eins og þér er væntanlega kunnugt átti ég þátt í því með nokkrum öðrum ráðherrum að hleypa af stokkunum verkefninu ,,leitin að þjóðarblóminu” s.l. vor.

Verkefnið felst m.a. í því að gefa skólunum færi á að gera tillögu að þjóðarblómi Íslands. Nú líður senn að því að skólarnir þurfa að skila sínum tillögum. Mig langar því til að rifja upp fáein atriði sem varða framkvæmd þessa verkefnis.

Vonast er til að hver skóli komi sér saman um eina tillögu að þjóðarblómi með lýðræðislegum hætti og skal tillagan rökstudd. Þá er óskað eftir því að hver skóli skili ljósmyndum og teikningu að tillögu sinni jafnframt sem þeir eru hvattir til að skila ljóði eða söng sem samið hefur verið í tilefni leitarinnar.

Skilafrestur miðast við 15. september og senda skal öll gögn til skrifstofu Landverndar að Ránargötu 18 í Reykjavík. Stefnt er að því að ljósmyndir og teikningar verði hafðar til sýnis í Kringlunni.

Ég vil leyfa mér að hvetja skóla þinn til þátttöku.

Fyrr í sumar var gefinn út bæklingur þar sem kynntar voru tuttugu tillögur að þjóðarblómi sem fram höfðu komið á þeim tíma. Bækling um tillögurnar tuttugu má finna á þjónustustöðvum Olís. Þær eru einnig kynntar á heimasíðunni www.landvernd.is.

Ég vil geta þess til að forðast misskilning að skólarnir eru ekki bundnir af þessum tillögum.

Ég vil minna á að skólarnir geta einnig komið á framfæri tillögu að landshlutablómi. Þeim hugmyndum verður safnað saman og þeim komið til viðkomandi landshlutasamtaka sveitarfélaga til frekari umfjöllunar.

Dagana 1.-15. október verður opin skoðanakönnun um hvaða blóm Íslendingar telja að eigi að bera sæmdarheitið ,,þjóðarblóm”. Það er rétt að taka fram að allir landsmenn geta tekið þátt í þessari könnun þannig að þá gefst öllum grunnskólanemum kostur á að láta frá sér heyra.

Niðurstaða um tillögu að þjóðarblómi verður væntanlega kynnt viku síðar, þ.e. síðasta sumardag, 22. október n.k.

Með góðri kveðju

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum