Hoppa yfir valmynd
8. september 2004 Innviðaráðuneytið

Leiðbeiningar til sveitarfélaga um húsaleigubætur og könnun á framkvæmd húsaleigubóta

Könnun á framkvæmd húsaleigubóta
Könnun á framkvæmd húsaleigubóta

Í maí 2003 var gerð könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga meðal sveitarfélaga er greiða húsaleigubætur varðandi túlkun og útfærslu laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og reglugerðar um húsaleigubætur, nr. 118/2003. Meginmarkmiðið var að komast að raun um hvort nægjanlegum upplýsingum hafi verið komið á framfæri við sveitarfélögin og hvort útreikningar og afgreiðsla þeirra á bótunum væru í samræmi við gildandi laga- og reglugerðarákvæði. Í nóvember 2003 var enn fremur haldið málþing um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga þar sem meðal annars var farið yfir niðurstöður fyrrnefndrar könnunar.

Flestar athugasemdirnar sem fram komu á málþinginu vörðuðu skilgreininguna á því hvað telst „íbúðarhúsnæði" í skilningi laga um húsaleigubætur og reglur varðandi námsmenn. Einnig vörðuðu nokkur álitamál tekju- og eignaútreikning. Vegna þessa hafa verið ritaðar leiðbeiningar til sveitarfélaga um húsaleigubætur þar sem reynt er að skýra þau álitamál sem komu í ljós við úrvinnslu könnunarinnar og þeim spurningum svarað sem varpað var fram eða voru til umfjöllunar á málþinginu. Unnt er að nálgast umræddar leiðbeiningar og niðurstöður könnunarinnar hér að neðan.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta