Hoppa yfir valmynd
10. september 2004 Innviðaráðuneytið

Ferðakaupstefnan Vestnorden

Vestnorden hefst í Laugardalshöllinni næsta mánudag

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og er hún haldin til skiptis í löndunum þremur. Að þessu sinni sér Ferðamálaráð um að halda Vestnorden en samið var við Congress Reykjavík um skipulagningu og framkvæmd.

Samtals eru 133 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur, og eru Íslendingar langfjölmennastir eða tæplega 100.

Á Vestnorden hitta sýnendur ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Ríflega 100 kaupendur, frá 18 löndum, eru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni, flestir frá vestur Evrópu en einnig frá Ástralíu, norður Ameríku og Rússlandi.

Heimasíða Vestnorden er á slóðinni http://www.vestnorden2004.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta