Hoppa yfir valmynd
10. september 2004 Innviðaráðuneytið

"Plokkfiskur-íslensk strandmenning sem grunnur að ferðaþjónustu í framtíðinni"

Út er komin forverkefnisskýrslan "Plokkfiskur-íslensk strandmenning sem grunnur að ferðaþjónustu í framtíðinni"

Í kjölfar greinargerðar "um varðveislu vita og tillögur að friðun" sem Húsafriðunarnefnd lagði fram 1.desember 2003 var komið á laggirnar þverfaglegri samvinnu samgönguráðuneytisins, Siglingastofnunar og Húsafriðunarnefndar, en fleiri aðilar hafa komið að samvinnunni meðal annars Ferðamálaráð.

Aðalmarkmið samvinnunnar var að líta á strandmenningu landsins alls,sem grunn að áframhaldandi friðun, og hvernig hægt væri að nota strandmenningu við þróun á gæðaferðaþjónustu (kvalitetsturisme). Bjalkinn ehf. og Rådgjevningsfirmaet LAURA voru ráðin til að koma með tillögur að því hvernig hægt væri að kortleggja þessa möguleika og hvað hægt væri að gera til að koma á kerfisbundinni þróun í ferðaþjónustu, byggðri á strandmenningu Íslands.

Skýrsluna má nálgast hér en í henni er að finna tillögur að næstu skrefum

Heimasíðu Ferðamálaráðs geymir einnig frekari upplýsingar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta