Hoppa yfir valmynd
10. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Frá undirritun samkomulagsins
Midbaugs Ginea

Þann 10. september sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Lino Sima Ekua Avomo, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Miðbaugs-Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Miðbaugs-Gínea liggur á vesturströnd Afríku, umlukin Gabon og Kamerún. Landsstærð nemur ríflega fjórðungi af stærð Íslands. Loftslag þar er mjög heitt og rakt. Íbúar landsins eru um hálf milljón manns. Fátækt er mikil í landinu og meðalævi íbúa nær aðeins 55 árum.

Miðbaugs-Gínea er gróðursælt land og þar er að finna verðmæt efni í jörðu og auðug fiskimið eru undan ströndum landsins. Jarðhiti er í landinu en ekki nýttur. Olía hefur fundist þar í talsverðum mæli og binda menn vonir við olíuvinnslu. Áhugi er á samstarfi við Ísland um nýtingu sjávarauðlinda og hugsanlega nýtingu jarðhita.

Miðbaugs-Gínea býr að nafninu til við fjölflokka lýðræði. Núverandi forseti komst til valda í byltingu fyrir aldarfjórðungi. Flokkur hans er nær einráður í þinginu, sem kosið var fyrir tveimur árum til sjö ára.



Frá undirritun samkomulagsins
Midbaugs Ginea

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta