Hoppa yfir valmynd
12. september 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli

Mörk Skaftajökulsþjóðgarðs eftir stækkun
Vatnaj1

Á fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli í dag, 12. september, kynnti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra áætlun um stækkun þjóðgarðsins.

Stækkunin tekur til syðri hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðisins í Lakagígum, en þetta er fyrsta skrefið í stofnun þjóðgarðs sem næði til alls Vatnajökuls í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 26. september árið 2000. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 km2 og nær til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins.

Á fundinum í dag skrifuðu fulltrúar Skaftárhrepps og sveitarfélagsins Hornafjarðar undir yfirlýsingu um að þau séu samþykk stækkuninni fyrir sitt leiti og að á næstunni fari fram kynning á stækkuninni. 

 Í framhaldi af stækkuninni verða ráðnir verða tveir fastir starfsmenn í stöður landvarða og verður annar þeirra með starfsstöð á  Kirkjubæjarklaustri og hinn á Höfn í Hornafirði.

 Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilaði tillögum til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.

 

Fréttatilkynning nr. 34/2004
Umhverfisráðuneytið

 

 

 

 

 

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta