Hoppa yfir valmynd
13. september 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norrænt jafnréttissamstarf í 30 ár

Norrænt jafnréttisstarf í 30 ár
Norrænt jafnréttisstarf í 30 ár

Samstarf Norðurlandanna í jafnréttismálum er 30 ára um þessar mundir. Af því tilefni hafa jafnréttisráðherrar Norðurlandanna ákveðið að efna til sérstaks hátíðarfundar í Borgarleikhúsinu föstudaginn 24. september næstkomandi kl. 13.45–17.00 undir yfirskriftinni Norrænt jafnréttissamstarf í 30 ár. Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Formaður norrænu jafnréttisráðherranna, Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að hafa umsjón með undirbúningi hátíðarinnar. Jónína Bjartmarz, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, stýrir starfi nefndarinnar.

Á hátíðarfundinum munu frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980–1996, frú Tarja Halonen, forseti Finnlands og hr. Marko Pomerants, félagsmálaráðherra Eistlands, halda erindi. Þá verða pallborðsumræður um jafnréttismál með þátttöku fulltrúa allra Norðurlandanna. Umræðunum stjórna Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, og Thomas Alslev Christensen, deildarstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni. Milli atriða flytja íslenskir listamenn tónlist.

Skjal fyrir Acrobat ReaderDagskrá fundarins (PDF, 80 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta