Hoppa yfir valmynd
13. september 2004 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð

Síðastliðinn föstudag tók gildi ný reglugerð á sviði siglingamála

Reglugerð nr. 739/2004 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1406/2002, frá 27.júní 2002 um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum um Siglingastofnun Íslands nr. 6/1996, með síðari breytingum. Samkvæmt 12.tölul. 3.gr. þessara laga ber Siglingastofnun að eiga samstarf við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Markmið samstarfsins er að auka öryggi í siglingum, draga úr mengun frá skipum og koma að sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda í starfi stofnunarinnar.

Siglingaöryggisstofnun Evrópu tók til starfa haustið 2003, en henni er ætlað að aðstoða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarlönd EES, í málefnum sem varða siglingaöryggi og varnir gegn mengun sjávar. Fulltrúi Íslands í stjórn EMSA er Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingastofnunar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta