Hoppa yfir valmynd
14. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Viðbrögð vegna áróðursherferðar gegn neyslu íslenska þorsksins

Samtökin Monteray Bay Aquarium hafa svarað bréfi utanríkisráðuneytisins frá 26.ágúst 2004, þar sem gerð var athugasemd við listun íslenska þorsksins sem fiskjar í útrýmingarhættu á einblöðungi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada og þeir hvattir til að forðast neyslu íslenska þorsksins. Í svarbréfinu kemur fram að samtökin muni taka ákvörðun sína um listun íslenska þorsksins til endurskoðunar í ljósi nýrra og áreiðanlegra upplýsinga um ástand stofnsins og koma þeim upplýsingum á framfæri við neytendur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta