Nýr ráðherra í umhverfisráðuneytinu
Nýr umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir tók við lyklavöldum í umhverfisráðuneytinu í dag. Hún mun næstu daga heimsækja stofnanir og starfsstöðvar ráðuneytisins. Heimsóknir umhverfisráðherra í stofnanir ráðuneytisins eru áætlaðar sem hér segir:
Fimmtudagur 16. september
Umhverfisstofnun
Úrvinnslusjóður
Skipulagsstofnun
Brunamálastofnun
Föstudagur 17. september
Náttúrufræðistofnun Íslands
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar á Akureyri
Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
Laugardagur 18. september
Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum
Mánudagur 20. september
Veðurstofa Íslands
Landmælingar Íslands
Síðar mun umhverfisráðherra heimsækja þjóðgarðinn Skaftafell, þjóðgarðinn Snæfellsjökul og útibú Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum.
Fréttatilkynning nr. 38/2004
Umhverfisráðuneytið