Hoppa yfir valmynd
16. september 2004 Innviðaráðuneytið

Gjaldeyristekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna aukast um 10% á fyrri helmingi ársins.

Nú liggja fyrir tölur frá Seðlabankanum um gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu 6 mánuði ársins.

Á fyrri helmingi ársins námu tekjurnar 14.874 milljónir króna á móti 13.896 milljónum króna á sama tíma í fyrra.

Fargjaldatekjur á fyrri helmingi þessa árs voru 5.479 milljónir króna á móti 5.454 milljónum króna á sama tíma í fyrra en kaup ferðamanna á vörum og þjónustu í landinu voru 9.395 milljónir króna nú á móti 8.442 milljónum króna fyrstu 6 mánuði síðasta árs. Aukningin miðað við árið 2003 er því um 1 milljarður króna eða rúmlega 10% og er hún eins og tölurnar sýna nær öll til komin vegna neyslu ferðamanna í landinu.

Nánari upplýsingar um tekjur og gjöld af erlendum ferðamönnum er að finna í hagtölum á heimasíðu Seðlabankans.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum