Hoppa yfir valmynd
16. september 2004 Innviðaráðuneytið

Vestnorden lauk í gær

Hinni árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu lauk í gær í Laugardalshöllinni. Um 230 aðilar tóku þátt að þessu sinni og ekki annað að heyra en vel hafi tekist til.

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og skiptast á um að sjá um framkvæmdina.

Dagskráin hófst á sunnudag en þá var boðið upp á tveggja daga skoðunarferðir um landið. Formleg setning var síðan í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld en á þriðjudagsmorgun hófst hin eiginlega kaupstefna í Laugardalshöllinni. Hátíðarkvöldverður og skemmtun voru haldin á Brodway í þriðjudagskvöldið. Kaupstefnunni lauk svo laust eftir hádegi í gær og gafst kaupendum þá kostur á ferðum til Grænlands og Færeyja.

Á Vestnorden er stefnt saman ferðaheildsölum frá hinum ýmsu löndum og ferðaþjónustuaðilum frá frá vestnorrænu löndunum þremur. Hittast þeir á stuttum fundum sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Tæplega 100 íslenskir aðilar voru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum