Hoppa yfir valmynd
17. september 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur í embætti þjóðleikhússtjóra.

Menntamálaráðherra hefur borist umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra, dags. í gær.

Menntamálaráðherra hefur borist umsögn þjóðleikhúsráðs um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra, dags. í gær. Í umsögninni segir að á fundi þjóðleikhúsráðs sem haldinn var í dag, hafi eftirfarandi niðurstaða verið samþykkt einróma.

Samkvæmt 6. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998 hafi þjóðleikhúsráð fjallað rækilega um þær umsóknir, sem borist hafa um embætti þjóðleikhússtjóra og þá með tilliti til þess sem segi í lögunum að velja skuli mann „...með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa." Af mörgum hæfum umsækjendum mælir ráðið með eftirfarandi sex einstaklingum:

Árni Ibsen

Hafliði Arngrímsson

Kjartan Ragnarsson

Kristín Jóhannesdóttir

Tinna Gunnlaugsdóttir

Þórhildur Þorleifsdóttir

Farið verður yfir fram komnar umsóknir og umsögn þjóðleikhúsráðs. Eins og áður hefur komið fram mun menntamálaráðherra skipa í embættið fyrir næstu mánaðarmót.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta