Hoppa yfir valmynd
20. september 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Listamannalaun - Úthlutun 2005

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum til úthlutunar árið 2005, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum til úthlutunar árið 2005, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.

Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.:

1. Launasjóði rithöfunda

2. Launasjóði myndlistarmanna

3. Tónskáldasjóði

4. Listasjóði

Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu hafa borist skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 17. nóvember 2004. Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2005" og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til.

Heimilt er að veita starfslaun úr Listasjóði til stuðnings leikhópum enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa til Listasjóðs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 17. nóvember 2004. Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2005 - leikhópar".

Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar og hve langan starfstíma er sótt um. Jafnframt skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna.

Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.

Umsóknareyðublöð fást á vef Stjórnar listamannalauna http://www.listamannalaun.is, á skrifstofu stjórnarinnar að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 2. hæð og í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4.

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 17. nóvember nk.

Stjórn listamannalauna 17. september 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta