Hoppa yfir valmynd
22. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda

Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í september 2004
Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í september 2004

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr nú upphaf almennrar umræðu 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Hann stýrði í dag óformlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem haldinn var í tilefni þingsins.

Ráðherrarnir fjölluðu m.a. um setu Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands. Norðurlönd hafa boðið sig fram til setu í öryggisráðinu fyrir annað hvert tímabil, en hvert þeirra varir í tvö ár í senn. Danmörk er í framboði fyrir tímabilið 2005 og 2006, en Ísland fyrir árin 2009 og 2010. Norðurlöndin munu sem endranær vinna saman að kynningu á framboðinu.

Á fundinum var einnig fjallað um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. öryggisráðsins og gang mála í starfshópi valinkunnra einstaklinga sem Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri stofnaði til að fjalla um ógnir við öryggi heimsins. Þá fjölluðu ráðherrarnir um ástand mála í Darfur í Súdan og hugsanlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðum.

Fjármálaráðherra mun ávarpa allsherjarþingið fyrir Íslands hönd síðdegis á föstudag. Hann mun einnig eiga fjölda tvíhliða funda með utanríkisráðherrum annarra ríkja.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta