Hoppa yfir valmynd
24. september 2004 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra setur Öryggisviku sjómanna

Sturla Böðvarsson setti ,,Öryggisviku sjómanna” nú undir hádegi er hann þeytti lúður Sæbjargar, skips Slysavarnafélagins Landsbjargar
Lúður Sæbjargar, skólaskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þeyttur
Sturla Böðvarsson þeytir lúður Sæbjargar í tilefni dagsins. Við hlið hans stendur Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna

Í tengslum við Alþjóðasiglingadaginn, 26. september n. k., er í annað sinn haldin Öryggisvika sjómanna dagana 24. september – 1. október 2004. Þema hennar er að þessu sinni ,,Forvarnir auka öryggi”.

Í ræðu samgönguráðherra kom fram að hann telur að öryggi sjófarenda verði alltaf best tryggt með góðri og stöðugri þjálfun sjómanna og samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðar og sjómanna á sviði öryggismála. Hluti af þeirri stefnu væri undirritun þjónustusamnings á milli Slysavarnaskóla sjómanna og samgönguráðuneytisins sem var undiritaður að Gufuskálum í gær.

Á liðnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á aukið öryggi sjófarenda. Má þar nefna lögleiðingu losunar- og sjósetningarbúnaðar gúmmíbjörgunarbáta, langtímaáætlun um öryggismál sjófarenda, endurskipulagning Rannsóknarnefndar sjóslysa og nú er öryggisvika sjómanna orðin hluti af verkefnaáætlun um öryggi sjófarenda. Ákveðið hefur verið að halda hana annað hvert ár í Reykjavík en hitt árið verði haldnir málfundir víðsvegar um land þar sem öryggismál sjómanna eru rædd og yfirfarin.

Lúður Sæbjargar, skólaskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þeyttur
Sturla Böðvarsson þeytir lúður Sæbjargar í tilefni dagsins. Við hlið hans stendur Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta