Hoppa yfir valmynd
28. september 2004 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra við opnum menningarkynningar í París

Sturla Böðvarsson er nú staddur í París við opnun víðtækrar menningarkynningar.

Menningarkynningin var opnuð í gær við hátíðlega athöfn þar sem samgönguráðherra hélt ávarp, ásamt forsætisráðherra og menntamálaráðherra. Að kynningunni standa menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti auk fjölmargra íslenskra og franskra fyrirtækja.

Ástæða þess að samgönguráðuneytið kemur að þessari menningarkynningu í París er sú áhersla sem ráðuneytið leggur á að kynna Ísland sem ferðamannaland sem víðast. Aðstandendur sýningarinnar eru bjartsýnir á árangur kynningarinnar, enda hafa franskir fjölmiðlar þegar sýnt henni mikinn áhuga.

Á miðvikudag munu svo Icelandair og Ferðamálaráð standa að móttöku fyrir fulltrúa allra helstu ferðaskrifstofa í Frakklandi, sem selja ferðir til Íslands.

Með ráðherranum í París eru eiginkona hans Hallgerður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta