Hoppa yfir valmynd
30. september 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námskrá fyrir starfsbrautir framhaldsskóla

Sent Framhaldsskólum, Kennarasambandi Íslands, ráðgjafahópi um nám fatlaðra nemenda, í framhaldsskólum og öðrum hagsmunaaðilum.

Námskrá fyrir sérdeildir framhaldsskóla, starfsbrautir, kom út árið 2000. Námskráin lýsti tveggja ára námi á starfsbrautum með einstaklingsmiðuðum námstækifærum. Árið 2000 var einu ári bætt við og frá árinu 2001 hefur nemendum sérdeilda staðið til boða fjögurra ára nám. Markmið síðari hluta námsins er að undirbúa nemendur undir líf fullorðinna með því að tengja saman skólanám og starfsþjálfun eftir því sem hentar hverjum og einum. Hluti námsins er starfsþjálfun á almennum eða vernduðum vinnustöðum eftir því sem við verður komið. Vinna við námskrá fyrir fjögurra ára starfsbrautir hefur staðið yfir um nokkurn tíma og er hún nú tilbúin til umsagnar. Hún byggir á fyrri námskrá og gerir ráð fyrir þremur námsleiðum. Nemendahópnum er ekki skipt í getustig heldur er um mismunandi áherslur að ræða og er hverjum skóla heimilt að skipuleggja námið í ljósi nemendahópsins og sérstöðu skólans.

Ráðuneytið fer þess á leit við aðila sem málið varða að þeir kynni sér námskrárdrögin og veiti umsögn um þau. Námskrárdrögin er að finna á vef ráðuneytisins.

Athugasemdir skal senda til ráðuneytisins eða á netfang [email protected] fyrir 30. október næstkomandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum