Frestun samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2004
Vegna yfirstandandi verkfalls grunnskólakennara hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að fresta samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla, en prófin átti að halda dagana 14. og 15. október nk. Menntamálaráðuneytið mun senda grunnskólum bréf með nýjum dagsetningum þegar kennsla hefst að nýju.
Ráðuneytið telur rétt að skólum gefist ráðrúm til að koma skólastarfi aftur í eðlilegt horf að loknu verkfalli og munu samræmdu prófin því ekki verða haldin fyrr en a.m.k. tvær kennsluvikur eru liðnar frá lokum verkfalls.