Hoppa yfir valmynd
1. október 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra

Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra
Ólympíulið fatlaðra kemur heim eftir stórkostlegan árangur

Rétt um miðnætti í gær tók félagsmálaráðherra ásamt fjölda ættingja, vina og velunnara á móti Ólympíuliði fatlaðra sem þá kom heim eftir frækilega för á Ólympíumót fatlaðra sem nú er nýlokið í Aþenu í Grikklandi. Í ávarpi ráðherra til Ólympíuliðsins lýsti hann yfir mikilli ánægju og gleði með þann stórkostlega árangur sem keppendur Íslands náðu á leikunum, jafnframt því sem hann bar keppendum kveðju ríkisstjórnar Íslands.

Ráðherra þakkaði einnig fyrir það tækifæri að fá að kynnast þessum frábæru keppendum og aðstoðarfólki þegar hann heimsótti Ólympíuliðið í Aþenu meðan á leikunum stóð. Íslendingar mega svo sannarlega vera stoltir af þessum fulltrúum sínum.

Fleiri myndir:      
 Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra  Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra    Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra
 Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra  Félagsmálaráðherra tekur á móti Ólympíuliði fatlaðra    
       




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta