Ráðstefna um öryggismál
Ráðstefnan er opin öllum en þar verður meðal annars fjallað um verkefni og áherslur í áætlun um öryggi sjófarenda, skiparannsóknir Siglingastofnunar, sjóveiki, ástæður hennar og hugsanleg áhrif, vinnuvistfræði, forvarnir og fleira. Ráðstefnunni lýkur svo með pallborðsumræðum.
Með fundarstjórn fara Unnur Sverrisdóttir, formaður verkefnisstjórnar áætlunar um öryggi sjófarenda og Guðjón Á. Einarsson, framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna.
Meðan á ráðstefnu stendur verður hin glæsilega sýning "Í örugga höfn" höfð uppi í Sjómannaskólanum en þar er um að ræða gamlar og nýjar myndir tengdar sjó og siglingum.