Hoppa yfir valmynd
7. október 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Hækkun gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra

Framsöguræða
vegna frumvarps um hækkun gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra

Hæstvirtur forseti,

Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999. 

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 2.9% eða úr 5.576 krónum í 5.738 krónur.  Hækkunin er vegna verðlagsbreytinga, en gert er ráð fyrir að byggingarvísitala hækki um 2.9% frá árinu 2004 til ársins 2005.

Framkvæmdasjóður aldraðra fær tekjur af sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á þá sem eru skattskyldir samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt.  Úr sjóðnum eru m.a. veittir styrkir til byggingar öldrunarstofnana.    Samstarfsnefnd um málefni aldraðra stjórnar sjóðnum og gerir árlega tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um úthlutun úr honum.

Virðulegi forseti.

Ég tel brýnt að frumvarp þetta hljóti afgreiðslu á haustþingi þannig að það fylgi fjárlagafrumvarpi og leyfi mér því að leggja til að frumvarpinu verði vísað til háttvirtrar heilbrigðis- og trygginganefndar og til annarrar umræðu.

______________

(Talað orð gildir)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta