Hoppa yfir valmynd
7. október 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra á fundum um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs

Ákvörðun um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Skaftafelli þann 12. september sl. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir og samstarfsfólk í ráðuneytinu boða til kynningar- og samráðsfunda með heimamönnum í sveitarfélaginu Hornafirði og á Kirkjubæjarklaustri af því tilefni. Á fundunum verða kynnt drög að nýrri reglugerð fyrir stækkaðan Skaftafellsþjóðgarð. Fundirnir eru öllum opnir og verða haldnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 7. október kl. 20:30 að Hrollaugsstöðum
Föstudaginn 8. október kl. 12:00 á Hótel Höfn
Föstudaginn 8. október kl. 17:00 á Kirkjubæjarklaustri

Allir velkomnir og vonast er eftir að heimamenn sem láta sig málið varða mæti til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta