Vefur um upplýsingatækni og lýðræði
Vefur hefur verið opnaður með efni ráðstefnunnar Framtíð lýðræðisins í upplýsingasamfélagi, sem haldin var í Reykjavík 26.-27. ágúst sl.
Vel á annað hundrað manns frá öllum Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna þar sem fjallað var um hvernig nýta mætti betur upplýsingatækni í þágu lýðræðisins.
Á ráðstefnuvefnum eru erindin í máli og myndum (videóupptökur), auk skýrslu með útdrætti úr öllum fyrirlestrum og umræðum, glærur og upplýsingar um fyrirlesara. Þá eru frekari upplýsingar og krækjur á aðra vefi um aðgerðir til að styrkja lýðræðið.
Ráðstefnan var haldin á vegum Nordisk Ministerråd for Informationsteknologi. Íslenska skrifstofan um upplýsingasamfélagið skipulagði ráðstefnuna og setti upp vefinn og er það liður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Íslendingar settu lýðræðið á oddinn og lögðu áherslu á að greina helstu vandamál í norrænum lýðræðisþjóðfélögum þegar horft er til lýðræðisþróunar næstu 25 árin.
Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður í Embedsmandskomiteen for Informationsteknologi (EK-IT)