Hoppa yfir valmynd
8. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Fundir 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og fastanefnda

Umbætur á Sameinuðu þjóðunum brýnar

Fundir 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og fastanefnda þess standa nú yfir. Fimmtudaginn 7. október ávarpaði Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, allsherjarþingið við umræðu um ársskýrslu Kofi Annans, aðalframkvæmdastjóra. Í ræðu sinni undirstrikaði hann mikilvægi umbóta á starfi Sameinuðu þjóðanna.

Hann vék einnig að umbótum á öryggisráðinu og taldi að stækka þyrfti ráðið án þess að það hefði þau áhrif að ákvarðantaka yrði þyngri í vöfum. Hann áréttaði stuðning Íslands við að Brasilía, Indland, Japan og Þýskaland, auk ríkis frá Afríku, fengju fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Afvopnunarmál

Þá flutti fastafulltrúinn ræðu í þeirri nefnd allsherjarþingsins, sem fjallar um afvopnunar- og öryggismál. Þar áréttaði hann einnig mikilvægi breytinga á starfsháttum og sagði m.a. að íslensk stjórnvöld styddu þá hugmynd að ályktunum yrði fækkað.

Hann taldi að raunveruleg hætta væri á því að hryðjuverkahópar kæmust yfir gjöreyðingarvopn. Alþjóðasamfélagið yrði að ræða um úrræði til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist. Þá minntist fastafulltrúi á mikilvægi samningsins um að hefta útbreiðslu kjarnavopna (NPT), sem og mikilvægi PSI (Proliferation Security Initiative), alþjóðasamkomulags, sem hefur að markmiði að hefta útbreiðslu gjöreyðingarvopna, með því m.a. að hindra flutning þeirra um hafsvæði. Ræður fastafulltrúa fylgja hjálagt.

Afvopnunar- og öryggismál á 59. allsherjarþingi S.þ.

Umbætur á Sameinuðu þjóðunum



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta