Hoppa yfir valmynd
18. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Bréf frá rússneskum stjórnvöldum varðandi flotaæfingu

Í tilefni æfingar rússneskra herskipa skammt norðaustur af Íslandi óskaði utanríkisráðuneytið 11. október sl. eftir skýringum sendiráðs Rússlands í Reykjavík. Sendiráð Íslands í Moskvu ítrekaði 15. október sl. sama erindi í rússneska utanríkisráðuneytinu. Í kjölfar þessa hefur íslenskum stjórnvöldum borist bréf frá rússneska utanríkisráðuneytinu þar sem tilkynnt er að æfingunni hafi lokið 15. október 2004 og að skipin séu á förum af svæðinu. Jafnframt segir í bréfinu að æfingin hafi m.a. varðað samhæfingu skipa og flugvéla og fullyrt að skipulag hennar hafi ekki átt að ógna öryggishagsmunum ríkja á þeim slóðum þar sem hún fór fram.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta