Hoppa yfir valmynd
23. október 2004 Utanríkisráðuneytið

Sprengjuárás í Kabúl

Nr. 045


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Tveir íslenskir friðargæsluliðar særðust lítillega í sprengjuárás í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag og einn hlaut minniháttar skrámur í árásinni. Málsatvik voru þau að klukkan 15:15 að staðartíma var hópur friðargæsluliða staddur í miðborg Kabúl. Í hópnum voru 6 íslenskir friðargæsluliðar, 1 bandarískur og 1 tyrkneskur. Talið er að fjórum handsprengjum hafi verið kastað að hópnum og að þrjár þeirra hafi sprungið en en sú fjórða ekki.

Þeir sem særðust heita Stefán Gunnarsson sem starfar í flugumsjón á Kabúlflugvelli og Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður. Sá sem hlaut minniháttar skrámur heitir Sverrir Haukur Grönli, slökkviliðsmaður. Þeir aðrir Íslendingar sem í hópnum voru eru Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins, Ásgeir Ásgeirsson, lögreglumaður, og Friðrik Már Jónsson, flugumferðastjóri. Þeir sem særðust hafa fengið aðhlynningu á þýsku hersjúkrahúsi í útjaðri borgarinnar. Meiðsl Stefáns og Steinars Arnars eru ekki talin alvarleg. Nánari upplýsingar veita Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins, í síma + 93 79 572 713 eða Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, í síma 895 8385 / 545 7971.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. október 2004.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta