Fundur um skýrslu Norðurskautsráðsins um mat á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum
Nr. 048
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Á morgun, 9. nóvember 2004, hefst á Nordica hótelinu í Reykjavík alþjóðlegt vísindamálþing þar sem kynnt verður nýútkomin skýrsla Norðurskautsráðsins um mat á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum.
Í skýrslunni er mat lagt á áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum og fjallað m.a. um umhverfisleg, heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurskautssvæðinu.
Ákvörðun um samantekt skýrslunnar var tekin á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Barrow, Alaska, árið 2000. Síðan hafa um 300 vísindamenn og aðrir sérfræðingar frá fimmtán ríkjum, þar á meðal aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, unnið að henni.
Dagskrá vísindamálþingsins fylgir.