Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr vefur og ný húsakynni Póst- og fjarskiptastofnunar

Síðastliðinn föstudag opnaði Sturla Böðvarsson formlega nýjan vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Hrafnkell V. Gíslason og Sturla Böðvarsson við opnun pfs.is
Hrafnkell V. Gíslason og Sturla Böðvarsson við opnun pfs.is

Vefurinn er á vefslóðinni www.pfs.is og er hinn glæsilegasti og fullur af fróðleik. Þar eru meðal annars birtar upplýsingar úr neytendakönnun sem gerð var til að kanna hegðun neytenda á fjarskiptamarkaði. Í könnuninni kemur m.a. fram að 99% fólks á aldrinun 16-24 ára eiga eða hafa aðgang að GSM síma. Einnig er þar að finna upplýsingar um hvað ræður vali á þjónustuaðila fyrir heimilissíma og GSM síma og ástæður þess að fólk skiptir um símafyrirtæki.

Á vefnum er líka birt kynningarrit um nýjung á fjarskiptamarkaði, þ.e. talsímaþjónustu með svokallaðri Voice over IP tækni. Með tilkomu þessarar nýju tækni má búast við því að verð á símtölum lækki og ennfremur er líklegt að þessi nýja tækni auðveldi nýjum fyrirtækjum að koma inn á fjarskiptamarkaðinn. Það kom fram í ávarpi Hrafnkels V. Gíslasonar, forstöðumanns Póst- og fjarskiptastofnunar að hann vænti þess að samkeppni myndi aukast á þessum markaði í náinni framtíð.

Samgönguráðuneytið óskar starfsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar til hamingju með nýjan vef og ný húsakynni við Suðurlandsbraut 4a.



Hrafnkell V. Gíslason og Sturla Böðvarsson við opnun pfs.is
Hrafnkell V. Gíslason og Sturla Böðvarsson við opnun pfs.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta