Samningafundir strandríkja um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum fyrir árið 2005
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Samningafundir strandríkja um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum fyrir árið 2005 fóru fram í London dagana 5. og 6. nóvember sl.
Á fundunum náðist ekki samkomulag aðilanna fimm (Færeyja, ESB, Íslands, Noregs og Rússlands) um skiptingu veiðanna fyrir árið 2005, en óformlegt samkomulag var um að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan hámarksafla, 890 þúsund tonn, yrði höfð að leiðarljósi.
Ákveðið var að samninganefndir kæmu fljótlega saman að nýju.