Æskulýðssjóður 2004 - seinni úthlutun
Þeir sem hlutu styrki úr Æskulýðssjóði vegna síðari umsóknarfrests árið 2004 eru eftirtaldir:
Menntamálaráðherra hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði alls að upphæð kr. 3.500.000 til 18 verkefna. Alls bárust 43 umsóknir um styrki að upphæð 13.285.000 kr.
Þeir sem hlutu styrki úr Æskulýðssjóði vegna síðari umsóknarfrests árið 2004 eru eftirtaldir:
Styrkþegi / Verkefni/ upphæð
AFS á Íslandi / Þjálfun sjálfboðaliða / 260.000
Bandalag íslenskra skáta og Alþjóðahús / Ólíkir heimar, samstarf asískra og íslenskra ungmenna / 250.000
IOGT á Íslandi, Barnastúkan Æskan / Námskeið í framsögn og ræðumennsku / 30.000
IOGT á Íslandi, Barnahreyfing / Leiðbeinendanámskeið / 30.000
IOGT á Íslandi, Ungmennahreyfing / Leiðtoganámskeið / 40.000
KFUM og KFUK á Akureyri / Tækja- og tækniklúbbur, þjálfun og verkefni / 100.000
KFUM og KFUK í Reykjanesbæ / Leiðtogaþjálfun / 50.000
Miðborgarstarf KFUM og KFUK, kirkjan og Laugarneskirkja / KSM, Kristur, menning, sköpun / 350.000
Kristileg skólasamtök / Platitude / 100.000
Skátafélagið Heiðabúar, Reykjanesbæ / Tilraunastarf fyrir unga skáta / 200.000
Slysavarnadeildin Hjálp, Bolungarvík, unglingadeild / Á leið út í lífið / 325.000
Ungmennafélag Íslands f.h.nokkurra æskulýðssamtaka / Stofnun Landssambands íslenskra
æskulýðsfélaga / 650.000
Æskulýðsfélag Grundarfjarðarkirkju / Samstarf við KFUM og KFUK og nemenda-
félög á Snæfellsnesi /250.000
Æskulýðsfélag Hólmavíkurkirkju / Friðarbarnið /180.000
Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum / Skapandi starf fyrir ungt fólk / 225.000
Æskulýðsfélagið Ponzy Ástjarnarkirkju / Ásar og Englar / 180.000
Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis / Grunnnámskeið fyrir leiðbeinendur / 180.000
Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis / Efling leiðtogaþjálfunar í prófastsdæminu /100.000
Æskulýðssjóður starfar samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Stjórn Æskulýðssjóðs er skipuð sömu mönnum og skipa Æskulýðsráð ríkisins og gerir stjórnin tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
1. Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
2. Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.
3. Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.
4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa. Styrkir taka hvorki til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferðahópa.