Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2004 Forsætisráðuneytið

Þriðja bindi Sögu Stjórnarráðs Íslands 1964-2004

Saga Stjórnarráðs Íslands 3
Saga Stjórnarráðs Íslands 3

Út er komið þriðja bindi sögu Stjórnarráðs Íslands 1964-2004. Fjallar það um sögu ríkisstjórna og helstu framkvæmdir þeirra á tímabilinu 1983-2004 og eru höfundar þess Sigríður K. Þorgrímsdóttir sagnfræðingur og Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur. Auk sögu ríkisstjórna á tímabilinu er í þessu lokabindi yfirlitskafli fyrir annað og þriðja bindi eftir Ólaf Rastrick og Sumarliða R. Ísleifsson. Þar eru einnig skrár fyrir öll bindin þrjú, skrá um ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Einnig eru þar nafnaskrá, atriðisorðaskrá og heimildaskrá fyrir allt verkið.

 Með útkomu þessa bindis er lokið útgáfu á ritinu Stjórnarráð Íslands 1964-2004. Í júní síðastliðnum var einnig endurútgefið ritið Stjórnarráð Íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson, en það hafði verið ófáanlegt um langt skeið. Er saga Stjórnarráðsins frá 1904-2004 þar með fáanleg í 5 bindum. Útgefandi er Sögufélag og annast það dreifingu verksins.

Í Reykjavík, 12. nóvember 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta