Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2004 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um svefn, svefnmunstur og almenna heilsufarsþætti sjómanna á togurum

Haustið 2002 fól samgönguráðuneytið fyrirtækinu Solarplexus að rannsaka þætti er varða hvíld og heilsu sjómanna á íslenskum togurum. Unnið var að rannsókninni með þátttöku útgerða og áhafna nokkurra togara. Fyrirtækið hefur skilað skýrslu um rannsóknina sem hefur nú verið gefin út og er meðfylgjandi.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um slysahættu, heilsufarsþætti og vaktavinnufyrirkomulag sjómanna. Vitað er að slysahætta um borð í fiskveiðiskipum er talsverð og kostnaður hlutaðeigandi vegna álagssjúkdóma og slysa er því mikill. Hagsmunir atvinnurekanda, starfsmanna og þjóðfélagsins í heild fara því saman hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir og forvarnir.

Úrdrátt úr skýrslunni má nálgast hér.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá vísbendingar um áhrif hvíldar á heilsu og slysatíðni um borð í skipum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikilvægt sé að leggja meiri áherslu á hvíld og á almennt heilsufar sjómanna.

Í ljósi þessa hefur samgönguráðuneytið, að tillögu siglingaráðs, óskað eftir því við verkefnisstjórn langtímaáætlunar um öryggismál sjómanna að hún, ásamt Siglingstofnun Íslands, nýti þær upplýsingar rannsóknarinnar sem stuðlað geta að bættri hvíld og heilsu sjómanna.

Skýrsla þessi markar lok fyrsta og annars verkþáttar rannsóknarinnar "Svefn, svefnmunstur og almennir heilsufarsþættir sjómanna á frystitogurum". Í fyrsta verkþætti var gerð forkönnun á heilsu og líðan sjómanna sem vinna vaktavinnu. Í öðrum verkþætti voru m.a. svefngæði skoðuð, svefnlengd, hreyfingar, svefn/vökumynstur og svefnskeið einstaklinga á sex klukkustunda vaktavinnukerfi, ásamt heilsufari sjómanna. Í þriðja og síðasta verkþætti er svo áætlunin að fram fari svo kölluð heilaritsmæling sem felur í sér að skoða með nákvæmari hætti öll svefnstig einstaklinganna og hegðun þeirra innan ákveðinna marka meðan á svefni stendur.

Skýrsluna í heild sinni er að finna hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta