Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands lætur af störfum.
Fréttatilkynning
Nr. 16/ 2004
Hafsteinn Hafsteinsson lætur af störfum sem forstjóri Landhelgisgæslu Íslands 1. janúar næstkomandi. Fallist hefur verið á ósk hans um tilflutning í starfi og mun hann hefja störf sem skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu.
Hafsteinn mun á þeim vettvangi meðal annars starfa að málefnum er tengjast Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hafsteinn er hæstaréttarlögmaður og hefur verið forstjóri Landhelgisgæslu Íslands í rúm ellefu ár. Hann hefur sérhæft sig í sjótryggingum og hafrétti og er löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóna.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
19. nóvember 2004.